"Við ættum öll að vera femínistar"

27/9/2017

  • Frá afhending bókarinnar
  • Ársæll Guðmundsson skólameistari
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í kynjafræði
  • Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands
  • Frá afhending bókarinnar
  • Frá afhending bókarinnar

Í dag miðvikudaginn 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, mættu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands í Borgarholtsskóla til að afhenda formlega eintök af bókinni Við ættum öll að vera femínistar eftir Chimamanda Ngozi Adichie í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur.

Bókin kom út í dag og mun Kvenréttindafélag Íslands, sem fagnar 110 ára afmæli á árinu, gefa öllum fyrsta árs nemum í framhaldsskólum landsins eintak. Við ættum öll að vera femínistar er frábær viðbót við þann bókakost sem framhaldsskólakennarar í kynjafræði, félagsfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði geta nýtt til kennslu; sem og frábær lesning fyrir ungt fólk sem er að hefja framhaldsskólagöngu sína. Í bókinni lýsir Adichie femínískri hugmyndafræði á aðgengilegan hátt og vekur lesendur sína til umhugsunar um óréttlæti samfélags sem byggt er á ákveðnum hugmyndum um kyn og kynhlutverk.

Bókin er fyrst  afhent í Borgarholtsskóla til að heiðra framlag skólans til kennslu í kynjafræði, en það var einmitt hér sem kynjafræði var fyrst kennd á framhaldsskólastigi og hefur verið kennd síðustu 10 ár. Ársæll Guðmundsson skólameistari, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í kynjafræði og tveir nemendur skólans tóku við fyrstu eintökunum.

 

Jafnréttissjóður Íslands og velferðarráðuneytið styrktu þessa bókagjöf.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira