Vettvangsferð í Málma

26/8/2022 Málmiðngreinar

  • Nemendur í heimsókn í Málma.

Fimmtudaginn 25. ágúst fóru nemendur í áfanganum efnisfræði málmiðna (EFM1A05) í vettvangsferð í málmendurvinnslustöðina Málma í Mosfellsbæ. Högni framkvæmdastjóri tók á móti hópunum og kynnti fyrir þeim starfsemina. Nemendur fengu að kynnast hvernig málmar væru teknir úr mismunandi vélbúnaði og íhlutum, allt frá tölvuíhlutum til stærri rafvéla og vélbúnaðar. Nemendur spurðu allskyns spurninga í tengslum við endurvinnslu og umræður voru um frekari vinnslu málma á heimsvísu. 

Málma sendir allskyns málma til frekari endurvinnslu með skipum frá Akranesi til Hollands. Frá Hollandi fer meirihluti járns síðan áfram til Tyrklands sem sinnir langmestri bræðslu brotamálma í Evrópu. Umhverfisvernd og endurvinnsla haldast í hendur og er það rauður þráður í starfseminni. Áhugavert þótti nemendum hve miklir fjármunir eru í brotamálmunum og eru mörg bílaverkstæði um allt land farin að flokka málma og selja til endurvinnslu. Merkilegt þótti nemendum að dýrasti málmurinn sem var að finna í Málmu er Rhodium, en hann er að finna í hvarfakútum bíla (í litlu magni) og er dýrari en gull. 

Mikil ánægja var með heimsóknina og Málma er þakkað kærlega fyrir móttökurnar. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira