"Vertu framúrskarandi!"

6/10/2016

  • Vertu framúrskarandi! - Anna Guðrún Steinsen
  • Vertu framúrskarandi!
  • Vertu framúrskarandi!
  • Vertu framúrskarandi!
Miðvikudaginn 5. október kom Anna Guðrún Steinsen markþjálfi og hélt fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn.  Yfirskrift fyrirlestrarins var "Vertu framúrskarandi!". Umræðuefnið var krafan um að vera framúrskarandi og afleiðingarnar sem geta verið kvíði og streita og hvernig foreldrar geta hjálpað til við lausn vandans.

Anna Guðrún er búin að halda samsvarandi fyrirlestur fyrir nemendurna.

Tilgangurinn með þessu er að leitast við að brúa bilið milli skóla og heimilis og skapa þannig umræðugrundvöll.

Þrátt fyrir mjög vont veður á höfuðborgarsvæðinu þetta síðdegi streymdu foreldrar og forráðamenn að skólanum til að hlýða á þennan áhugaverða fyrirlestur.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira