Verkefni í grafískri hönnun
Nemendur Margrétar Rósu í grafískri hönnun á öðru ári á listnámsbraut hafa nú hengt upp plaköt á 2.hæð. Plakötin eru unnin út frá umhverfismálum, flóttamannastraumi, jafnrétti kynjanna eða efnahagshruni.
Nemendur rannsökuðu efnið, unnu hugmynda- og skissuvinnu áður en þau hönnuðu plakötin og límdu upp.
Sýningin mun standa út þessa önn.
Meðfylgjandi myndir sýna nokkur af verkunum.