Verðlaunalið í nýsköpun

2/5/2019

  • Nemendurnir úr Borgarholtsskóla sem komust í undanúrslit
  • Jónína Hlín Hansdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og  Sara Sif Helgadóttir hlutu 2. verðlaun í flokknum Fyrirtæki ársins
  • Ingibjörg Lára F. Óskarsdóttir fékk verðlaun fyrir verkefni sitt Tilfinningamolar

Um sextíu nemendur úr Borgarholtsskóla kepptu á dögunum á vörumessu Ungra frumkvöðla sem fór fram í Smáralind í byrjun apríl. Verkefni nemendanna voru ólík. Fjögur lið komust í undanúrslit og tvö þeirra unnu til verðlauna.

Fyrirtækið Blakkur hlaut 2. sætið í flokknum Fyrirtæki ársins með vöruna sína þar sem múll og beisli eru sameinuð í eitt. Þar eru hagsmunir hestsins og knapans höfð að leiðarljósi. Nemendurnir á bak við það verkefni eru Jónína Hlín Hansdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Sara Sif Helgadóttir.

Ingibjörg Lára F. Óskarsdóttir hlaut samfélagslegu nýsköpunar verðlaunin fyrir verkefni sitt Tilfinningamolar. Tilfinningamolar er spil fyrir nemendur í efstu deildum leikskólanna og fyrstu bekkjum grunnskóla sem hjálpar nemendum að læra að tala um tilfinningar og tjá þær.

Auk þessa tveggja verkefna fóru tvö önnur í undanúrslit: Í annað sinn, nemendurnir á bak við það eru Arnór Snær Óskarsson, Tjörvi Týr Gíslason og Tumi Steinn Rúnarsson og verkefnið Jafnarma, nemandinn á bak við það er Margrét Björnsdóttir. 

Þetta árið tóku 560 nemendur úr 13 framhaldsskólum þátt í keppninni og er þetta í annað sinn sem Borgarholtsskóli sendir nemendur.

Borgarholtsskóli er stoltur af fulltrúum sínum og óskar verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira