Verðlaunaafhending í StæBor
Fimmtudaginn 28. febrúar fór fram verðlaunaafhending vegna stærðfræðikeppni grunnskólanna sem Borgarholtsskóli hélt á dögunum.
Alls tók 131 nemandi úr tíu grunnskólum í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Árbæ og Breiðholti þátt. Keppt var í þremur flokkum, einum fyrir hvern árgang í unglingadeild.
Veitt voru verðlaun fyrir tíu efstu sætin í hverjum árgangi:
1.-2. sæti - heyrnartól frá Opnum kerfum
3. sæti - reiknivélar frá Heimilistækjum
4.-10. sæti - gjafabréf frá Dominos .
Þeir nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 8. bekk:
- Hildur Steinsdóttir - Foldaskóla
- Logi Geirsson - Lágafellskóla
- Lilja Sól Helgadóttir - Lágafellsskóla
Þeir nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 9. bekk:
- Íris Anna Gísladóttir, Ingunnarskóla
- Símon Orri Sindrason, Árbæjarskóla
- Kjartan Helgi Guðmundsson, Ölduselsskóla
Þeir nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 10. bekk:
- Einar Andri Víðisson, Vættaskóla
- Sæmundur Árnason, Foldaskóla
- Ingólfur Bjarni Elíasson, Foldaskóla
Er verðlaunahöfum óskað til hamingju með árangurinn.
Um skipulag og framkvæmd keppninnar sá Íris Elfa Sigurðardóttir kennari í stærðfræði. Eftirtaldir nemendur Borgarholtsskóla aðstoðuðu hana:
Birna Sól Daníelsdóttir
Goði Ingvar Sveinsson
Hilmir Hrafnsson
Kristján Guðmundsson
Magnús Breki Sigurðsson
Páll Haraldsson
Páll Birkir Reynisson
Sara Sif Helgadóttir
Sigurður Leó Fossberg
Vilhjálmur Helgi Kristinsson
Þórunn Ásta Árnadóttir