Verðlaunaafhending í StæBor

4/3/2019

 • Efstu nemendur í öllum árgöngum ásamt Ásæli skólameistara og Írisi Elfu stærðfræðikennara
 • Verðlaunahafar í 8. bekk ásamt Ársæli skólameistara og Írsi Elfu stærðfræðikennara
 • Verðlaunahafar í 9. bekk ásamt Ársæli skólameistara og Írsi Elfu stærðfræðikennara
 • Verðlaunahafar í 10. bekk ásamt Ársæli skólameistara og Írsi Elfu stærðfræðikennara

Fimmtudaginn 28. febrúar fór fram verðlaunaafhending vegna stærðfræðikeppni grunnskólanna sem Borgarholtsskóli hélt á dögunum.

Alls tók 131 nemandi úr tíu grunnskólum í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Árbæ og Breiðholti þátt. Keppt var í þremur flokkum, einum fyrir hvern árgang í unglingadeild.

Veitt voru verðlaun fyrir tíu efstu sætin í hverjum árgangi:
1.-2. sæti - heyrnartól frá Opnum kerfum
3. sæti - reiknivélar frá Heimilistækjum
4.-10. sæti - gjafabréf frá Dominos .

Þeir  nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 8. bekk:

 1. Hildur Steinsdóttir - Foldaskóla
 2. Logi Geirsson - Lágafellskóla
 3. Lilja Sól Helgadóttir - Lágafellsskóla

Þeir nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 9. bekk:

 1. Íris Anna Gísladóttir, Ingunnarskóla
 2. Símon Orri Sindrason, Árbæjarskóla
 3. Kjartan Helgi Guðmundsson, Ölduselsskóla

Þeir nemendur sem urðu í þremur efstu sætunum í 10. bekk:

 1. Einar Andri Víðisson, Vættaskóla
 2. Sæmundur Árnason, Foldaskóla
 3. Ingólfur Bjarni Elíasson, Foldaskóla

Er verðlaunahöfum óskað til hamingju með árangurinn. 

Um skipulag og framkvæmd keppninnar sá Íris Elfa Sigurðardóttir kennari í stærðfræði. Eftirtaldir nemendur Borgarholtsskóla aðstoðuðu hana:
Birna Sól Daníelsdóttir
Goði Ingvar Sveinsson
Hilmir Hrafnsson
Kristján Guðmundsson
Magnús Breki Sigurðsson
Páll Haraldsson
Páll Birkir Reynisson
Sara Sif Helgadóttir
Sigurður Leó Fossberg
Vilhjálmur Helgi Kristinsson
Þórunn Ásta Árnadóttir


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira