Verðlaun veitt fyrir smásögu

22/2/2019 Bóknám

  • Guðrún Guðjónsdóttir, Hrafn Splidt Þorvaldsson og Ásdís Kristinsdóttir

Nemendur í lokaáfanga í íslensku, ÍSL3B05, fengu það verkefni í byrjun árs að semja smásögu undir handleiðslu kennara sinna, Ásdísar Kristinsdóttur og Guðrúnar Guðjónsdóttur. Eftir að hafa lesið sér til og æft sig í skapandi skrifum skiluðu allir nemendur áfangans frumsaminni sögu. Þannig bættust tæplega 90 smásögur við bókmenntaforða Íslendinga.

Úr þessum sögum völdu nemendur þrjár sögur sem sendar voru til dómnefndar. Dómnefndin samanstóð af þremur kennurum í skólanum, Sólrúnu Ingu Ólafsdóttur, Magnúsi Einarssyni og Ingu Jóhannsdóttur. Niðurstaða dómnefndar varð að veita verðlaun fyrir smásöguna Prófið.

Höfundur verðlaunasögunnar er Hrafn Splidt Þorvaldsson og tók hann við verðlaununum á fimmtudaginn 21. febrúar. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að sagan sé "vel skrifuð og lýsir á fyndinn og sannfærandi hátt hugsunarhætti óskammfeilins nemanda ... Sagan höfðar til allra, þó sérstaklega til nemenda, kennara og allra þeirra sem starfa í skólaumhverfi."

Hrafni er óskað innilega til hamingju með árangurinn og er hann og aðrir nemendur hvattir til frekari afreka á ritvellinum. Verðlaunasagan Prófið .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira