Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur

8/12/2017

  • Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur í desember 2017
  • Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur í desember 2017

Fimmtudaginn 7. desember veitti enskudeildin fimm nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKI (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða. Margar sögurnar voru mjög vel skrifaðar, bæði hvað málfar og efnistök varðar. Þema keppninnar í ár var "Dreams".

Eftirfarandi sögur og nemendur urðu hlutskarpastir í keppninni:

In the Mouth of a Wolf - Lovísa Rut Lúðvíksdóttir
Above the Clouds - Halldór Frank Hafsteinsson
Amber - Hrafnkell Kári McKinstry
Despair - Lazar Dragojlovic
A Warrior of Outrage - Arnþór Árni Logason

Verðlaunahafarnir voru leystir út með klassískum enskum bókmenntum, viðurkenningarskjali og konfekti frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári

Meðfylgjandi mynd var tekin á verðlaunaafhendingunni og er hún af enskukennurum og aðstoðarskólameistara ásamt vinningshöfum. Þeir eru taldir frá vinstri: Lovísa, Arnþór, Halldór og Lazar. Hrafnkell gat því miður ekki verið með þegar verðlaunin voru afhent en fékk þau síðar og var myndin af honum tekið við það tækifæri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira