Verðlaun veitt fyrir enskar smásögur

1/12/2016

  • Verðlaunaafhending - enskar smásögur

Í dag, fimmtudaginn 1. desember, veitti enskudeildin fimm nemendum viðurkenningu fyrir smásögur skrifaðar á ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKI (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða enda þátttaka betri en nokkru sinni fyrr. Yfir 60 smásögur bárust í keppnina og margar þeirra voru mjög vel skrifaðar, bæði hvað málfar og efnistök varðar. Þema keppninnar í ár var ROOTS.

Eftirfarandi nemendur urðu hlutskarpastir í keppninni: Berglind Hrefna Sigurþórsdóttir með söguna The Last One Living, Arney Ósk Guðlaugsdóttir með 5  7  10  12  13  15, Bryndís Bolladóttir með A Puzzle Three Legged Chair on a Rainy October Day, Gyða Ragnarsdóttir með A Tree‘s Story og Lovísa Rut Lúðvíksdóttir með þrjár sögur sem allar þóttu mjög góðar: Hands, Intertwined og Plucked Away.

Verðlaunahafarnir fengu allir hátíðarútgáfu af bestu smásögum Edgar Allan Poe, viðurkenningarskjal og konfekt frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári

Á myndinni eru frá vinstri: Berglind Hrefna Sigurþórsdóttir, Gyða Ragnarsdóttir, Arney Ósk Guðlaugsdóttir, Bryndís Bolladóttir, og Lovísa Rut Lúðvíksdóttir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira