Verðlaun fyrir smásögur

7/5/2018

  • Verðlaunahafar í smásagnakeppni í lokaáfanga í íslensku

Nemendur í lokaáfanga í íslensku tóku þátt í smásagnasamkeppni og barst á sjötta tug sagna. Af þeim völdu nemendur þrjár sögur sem sendar voru dómnefnd til umsagnar.  Í dómnefndinni voru Dagur Hjartarson skáld og fyrrum nemandi við Borgarholtsskóla, Guðrún Guðjónsdóttir íslenskukennari og Sólrún Inga Ólafsdóttir enskukennari.

Nefndin taldi sögu Guðrúnar Auðar Kristinsdóttur, Strætó, besta og segir um hana: "Í smásögunni „Strætó“ tekst höfundi að skapa sanna persónu með grípandi sögumannsrödd. Sagan veitir örskots-innsýn í líf unglingsstelpu þar sem samskipti persóna eru trúverðug og lifandi. Morgunn sem í fyrstu virðist ósköp venjulegur tekur svo óvænta stefnu og lesandinn er skilinn eftir með ýmsar spurningar. Áhugaverð saga um óreiðu unglingsáranna."

Höfundar hinna sagnanna tveggja voru Goði Ingvar Sveinsson og Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson. Þeim var öllum veitt viðurkenning fyrir sögur sínar og er óskað til hamingju.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira