Verðlaun fyrir nýsköpun til Borgarholtsskóla

3/12/2018

  • Unnur Gísladóttir ásamt nemendahópnum sem vann til verðlauna í nýsköpun.

Samsýning framhaldsskólanna, Nýsköpun, hönnun og hugmyndir, fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 29. nóvember til 2. desember.

Í lok sýningar voru afhent verðlaun í fimm flokkum og vann hópur nemenda úr Borgarholtsskóla til verðlauna fyrir fyrirtækið Gildi barna í flokknum samfélagsleg nýsköpun. Hópurinn hannaði og framleiddi frumgerð af spili sem hugsað er fyrir yngstu bekki grunnskóla. Spilinu er ætlað að gefa kennaranum vísbendingar um hvort nemandi búi við ofbeldi eða óásættanlegar aðstæður.

Nemendum og kennara er óskað til hamingju með árangurinn.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira