Verðlaun fyrir enskar smásögur

27/11/2015

  • Viðurkenning fyrir enskar smásögur

Föstudaginn 27. nóvember veittu kennarar í ensku verðlaun í smásagnakeppninni, sem efnt var til núna í haust.  Þema keppninnar í ár var "north".  Á fimmta tug smásagna bárust.  Dómnefndina skipuðu kennarar í ensku.

Fimm nemendur fengu verðlaun fyrir sínar sögur og munu þrjár þeirra verða sendar áfram í keppnina sem FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi stendur fyrir.

Eftirfarandi nemendur fengu verðlaun fyrir sínar sögur:

Birta Eiríksdóttir fyrir söguna "Infinite Misfit",
Björn Þórisson fyrir söguna "The Walk South" ,
Guðrún Auður Kristinsdóttir fyrir söguna "The Story of North",
Kristinn Sigmundsson fyrir söguna "Farthest North",
Kristján Örn Kristjánsson fyrir söguna "Lost at Sea".Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira