Veitur í heimsókn
Í síðustu viku komu í heimsókn aðilar frá fyrirtækinu Veitur sem er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið var kynnt og óskað var eftir að fá nema til starfa.Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri, á henni eru Olgeir Örlygsson, verkstjóri og meistari nema, Sveinn Rúnar Þórarinsson, starfsfóstri nema, Atli Dagur Helgason, fyrrum nemi og núverandi starfsmaður, Bryndís Ernstsdóttir, ráðgjafi í starfsmannamálum og Bjarni Líndal Snorrason, yfirverkstjóri.