Valgeir í Ólympíulið Íslands í stærðfræði
Valgeiri Sigurðssyni
nemanda á viðskipta- og hagfræðibraut BHS hefur verið boðið sæti í Ólympíuliði Íslands í
stærðfræði. Í liðnu eru 6 nemendur. Auk Valgeirs eru 4 nemendur úr MR og 1 nemandi úr
MA.
Nemendurnir munu verða í þjálfunarbúðum í Háskóla Íslands í júní. Í byrjun júlí verða þjálfunarbúðirnar í Danmörku ásamt liðunum frá hinum Norðurlöndunum.
Ólympíuleikarnir verða að þessu sinni í Rio de Janeiro í Brasilíu og eru lið frá 115 þjóðum skráð til þátttöku.