Val fyrir haustönn 2020
Þrátt fyrir lokun skólans vegna COVID19 þurfum við að láta skólastarfið rúlla áfram. Því biðjum við nemendur um að huga að vali sínu fyrir næstu önn.
Valið fer fram í Innu eins og undanfarnar annir. Nemendur velja áfanga í samræmi við brautarplön sem finna má á vef skólans . Að jafnaði velja nemendur 30 til 35 einingar og einn til tvo áfanga til vara. Leiðbeiningar vegna vals áfanga í Innu .
Umsjónarkennarar munu setja af stað spjallþræði á Innu miðvikudaginn 18. mars kl. 9.00 og munu fylgjast með þráðunum til kl. 16.00 þann dag. Mælst er til þess að nemendur ljúki vali sínu á þessu tímabili og beini þeim spurningum sem kunna að vakna inn á spjallþræðina. Eins geta nemendur haft samband við kennara í gegn um tölvupóst . Nemendur sem ekki hafa umsjónarkennara geta haft samband við viðkomandi sviðstjóra, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa. Upplýsingar um netföng starfsmanna.
Þar sem aðstæður nú eru sérstæðar munu sviðstjórar fara sérstaklega vel yfir valið að þessu sinni. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hver og einn nemandi beri fulla ábyrgð á sínu vali. Vegna þessara aðstæðna er mikilvægt að nemendur staðfesti val sitt þegar það hefur verið yfirfarið en það verður þó ekki hægt fyrr en líður nær skólalokum í vor.