Útskriftarhátíð

26/5/2016

 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016 - Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
 • Útskrift maí 2016 - Magnús V. Magnússon
 • Útskrift maí 2016 - Íris Árnadóttir
 • Útskrift maí 2016 - Bryndísi Sigurjónsdóttur þakkað
 • Útskrift maí 2016 - Guðmundi Guðlaugsyni þakkað
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016 - Fjölnir Skaptason
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016
 • Útskrift maí 2016 - Daníel Guðni Jóhannesson
 • Útskrift maí 2016 - Nói Kristinsson
 • Útskrift maí 2016 - nemendur af sérnámsbraut
 • Útskrift maí 2016 - afreksnemendur
 • Útskrift maí 2016 - Íris Árnadóttir

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla fór fram fimmtudaginn 26. maí 2016 í Háskólabíói.  Ingi  Bogi Bogason skólameistari stýrði athöfninni.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar spilaði fyrir gesti í anddyrinu.

Magnús V. Magnússon áfangastjóri sagði stuttlega frá starfsemi skólans.  Á vorönn voru skráðir alls 1256 nemendur í skólanum, dagskólanemar voru 1023 og nemendur í dreifnámi voru 233.

Íris Árnadóttir útskriftarnemi af náttúrufræðibraut söng lagið „Horfðu til himins“.

Tveir starfsmenn skólans láta af störfum þetta vorið:  Bryndís Sigurjónsdóttir  lýkur nú farsælum starfsferli við skólann.  Hún hefur verið kennari, kennslustjóri, aðstoðarskólameistari og skólameistari.  Guðmundur Guðlaugsson er með einn lengsta starfsaldur við skólann. Hann hefur verið kennari, kennslustjóri, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari.  Þessum tveimur starfsmönnum voru færðar bókagjafir og þakkir fyrir fórnfúst starf um áratugaskeið. 

Fjölnir Skaptason nemandi á náttúrufræðibraut lék tvö verk á flygil:  „Í höllu Dofrans“ eftir Edvard Grieg og “Sverðdansinn” eftir Khachaturian.

158 nemendur voru brautskráðir frá skólanum af hinum ýmsu brautum.  Kennslustjórar afhentu nemendum sínum prófskírteini og jafnframt fengu þau birkiplöntu til gróðursetningar, en það er hefð sem fyrsti skólameistari Borgarholtsskóla innleiddi.

Ingi Bogi talaði svo til útskriftarnema og sagðist vona að námið í Borgarholtsskóla hefði fært þeim aukinn þroska.  Námið ætti bæði eftir að styrkja þau sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi og myndi færa þeim kunnáttu og færni til að stunda tiltekin störf.  Þau sem hafa lokið stúdentsprófi af bóknámsbrautum og listnámi eru nú tilbúin að hefja nám í háskólum, aðrir hafa náð sér í starfsréttindi og þeirra bíða eftirsótt störf.
Ingi Bogi vitnaði í Pál Skúlason fyrrverandi rektor Háskóla Íslands sem sagði: “Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.”
Borgarholtsskóli er fjölbreyttur skóli og eins og spegill samfélagsins.  Ungt fólk kemur inn í hvetjandi námsumhverfi þar sem flestir finna sig, njóta sín og eflast.
Skólanum er ætlað að búa fólk  undir þátttöku í samfélagi sem enginn veit hvernig verður, en að reikna, lesa og skrifa er samt alltaf grunnur að allri menntun, ásamt ákveðnum grunnþáttum eins og sköpun og lýðræði.  Obama Bandaríkjaforseti hefur varað við vaxandi vanþekkingu og fordómum.  Hann hefur sagt að formleg menntun sé ómetanleg en kærleiki, samkennd, heiðarleiki og vinnusemi skipti líka máli fyrir velsæld mannsins.  Gott menntakerfi er grundvöllur að lýðræði og velgengni þjóða, en menntakerfi án áherslu á siðfræði er lítils virði.
Ingi Bogi nefndi að skólar eru alltaf að breytast og er leitast við að mæta kröfum um meiri skilvirkni og fylgja eftir breytingum í samfélaginu.  Undanfarin ár hefur námsframboð skólans tekið breytingum, námsbrautir og áfangar hafa verið endurskilgreindir, lokaprófum hefur fækkað og símat aukist.  Nýbreytni í menntakerfinu felur í sér frjóan jarðveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlahugsun.  Í því samhengi nefndi Ingi Bogi að Einstein hefur sýnt fram á að hollt væri að efast og sannprófa viðteknar hugmyndir, hugsa og framkvæma út fyrir rammann.  Aðeins með því móti yrði nýsköpun til.
Ingi Bogi benti útskriftarnemum á að námið hefði fært þeim aðgöngumiða að framtíðinni og myndi hjálpa þeim til að takast á við ólíkar aðstæður og verkefni sem enginn veit hver verða.  Hann hvatti nemendur til gefa sér aldrei fyrirfram að verkefni væru of stór.  Hann varaði við hroka, yfirlæti og þröngsýni, en sagði að með viðsýni og náungakærleika að vopni væri hægt að hafa áhrif til góðs og leiða annað fólk til uppbyggilegra verka.  Útskriftarnemar ættu sér framtíðardraum og þann draum ætti að næra með réttum ákvörðunum.

Daníel Guðni Jóhannesson nemi í vélvirkjun talaði fyrir hönd útskriftarnema og Nói Kristinsson talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta, en hann lauk á sínum tíma námi af listnámsbraut skólans.

Að lokum var skólanefnd, kennurum og öðru starfsfólki þökkuð vel unnin störf á liðnu skólaári.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira