Útskriftarhátíð

19/12/2015

 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015
 • Útskrift desember 2015

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla fór fram í dag laugardaginn 19. desember 2015.  Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari stýrði athöfninni.

Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar spilaði í anddyri skólans á  meðan gestir og útskriftarnemar gengu inn og komu sér fyrir í sætum. 

Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta úr skólastarfinu.

Á haustönn 2015 voru alls 1263 nemendur í skólanum, dagskólanemar voru 1065 og nemendur í dreifnámi voru 198.

Fríða Rún Frostadóttir nemandi á listnámsbraut spilaði tvö lög á hörpu.

80 nemendur voru brautskráðir frá skólanum af hinum ýmsu brautum.  Að venju var útskriftarhópurinn frá Borgarholtsskóla fjölbreyttur, bæði ungt fólk og einnig fólk á miðjum aldri sem voru hér til að sækja sér starfsréttindi eða endurmenntun.

Kennslustjórar afhentu nemendum sínum skírteini um námslok.  Sú hefð hefur skapast að afhenda útskriftarnemum á haustönn hýasintu og út frá þeirri hefð var ekki brugðið.
Margir nemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og ástundun.

Húfur í mismunandi litum voru settar upp og að því loknu ávarpaði Bryndís útskriftarnemana og byrjaði á að óska þeim til hamingju með áfangann.
Hún benti á að útskriftardagurinn væri eftirminnilegur nemendunum því þessi dagur væri uppskeruhátíð þar sem markmiði væri náð. Þessi áfangi opnaði dyr og byði upp á ný tækifæri.
Í haust var byrjað að vinna eftir nýjum námskrám þar sem lagt er upp með að framhaldsskólanámið taki einungis þrjú ár.  Tilgangur með styttingu námsins er að auka skilvirkni, draga úr brottfalli og virkja nemendur með fjölbreyttum námsháttum.  Um slíkar breytingar hefur lengi verið rætt en Bryndís vitnaði í Þórarin Björnsson, sem var skólameistari á Akureyri.  Í útskriftarræðu sinni fyrir u.þ.b. fimmtíu árum talaði hann einmitt um kunnuglega hluti, þ.e. brottfall, þörf fyrir fjölbreytta kennsluhætti, vanlíðan nemenda og þörfina á mismunandi námsmati.  Öll þessi  mál kalla eftir lausn og hefur það verið í huga þeirra sem hafa unnið að breytingum á skipulagi og námskrá framhaldsskóla.

Bryndís sagðist vonast til að útskriftarnemendur hefðu á árunum í Borgarholtsskóla orðið sjálfstæðari og víðsýnni og öðlast færni og hæfni  til að taka ákvarðanir byggðar á þekkingu og væru þannig betur  í stakk búnir til að bregðast við ólíkum aðstæðum sem á veginum yrðu. Bryndís benti á að góð undirstöðufærni og þekking myndi auka líkur á að útskriftarnemar yrðu sínir eigin gæfusmiðir.   Hver og einn nemandi skiptir máli og þarf að spyrja sig hvað viðkomandi ætli að leggja af mörkum til samfélagsins, um leið og skoðað er hvar styrkleikar hvers og eins liggja.  Bryndís endaði á að vekja athygli útskriftarnema á að lífið væri framundan og það væri nauðsynlegt að fylgja draumum sínum.

Sunna Rós Rúnarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.

Að lokum var starfsfólki skólans þökkuð vel unnin störf á haustönninni og samkomunni var slitið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira