Útskriftarhátíð

23/5/2015

  • Útskrift vor 2015

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla fór fram í dag laugardaginn 23. maí 2015.  Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari stýrði athöfninni.


Útskrift vor 2015Á meðan gestir og nýstúdentar gengu inn og komu sér fyrir í sætum spilaði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar undir stjórn Daða Þórs Einarssonar í anddyri skólans.


Útskrift vor 2015Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta úr skólastarfinu.

Ingi Bogi Bogason Á vorönn 2015 voru alls 1194 nemendur í skólanum, dagskólanemar voru 1028 og nemendur í dreifnámi voru 166.

Aron Hannes EmilssonAron Hannes Emilsson nemandi á félagsfræðibraut söng tvö lög,  Forest Gump og frumsamið lag,  en Aron varð í 2. sæti í söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í apríl sl.

189 nemendur voru brautskráðir frá skólanum af hinum ýmsu brautum.  Útskriftahópurinn var fjölbreyttur, ungt fólk, en einnig fólk á miðjum aldri sem var að ná sér í starfsréttindi eða að endurmennta sig.  Að þessu sinni var líka í fyrsta sinn útskrifaðir nemendur sem numið hafa hagnýta margmiðlun í tvö ár, en um er að ræða námsbraut sem hugsuð er fyrir þá sem vilja öðlast hæfni í hönnun og miðlun efnis með stafrænni tækni.

Útskrift vor 2015

Útskrift vor 2015

Kennslustjórar afhentu nemendum sínum skírteini um námslok.  Fyrsti skólameistari Borgarholtsskóla innleiddi þá hefð að færa útskriftarnemum að vori birkiplöntur til gróðursetningar og út frá þeirri hefð var ekki brugðið. Margir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og ástundun, en það var Brynhildur Ásgeirsdóttir sem hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9.39.  Menningarfulltrúi Þýska sendiráðsins færði Brynhildi viðurkenningu fyrir frábæran árangur í alþjóðlegu þýskuprófi sem hún þreytti fyrir skömmu.

Bryndís SigurjónsdóttirBryndís talaði svo til útskriftarnema og óskaði þeim til hamingju með áfangann.  Hún minnti á að þessi útskrift markar gleðileg tímamót, en áfram þarf að auka hæfni og kunnáttu og afla sér þekkingar.  Menntun er í eðli sínu leit að svörum og þekkingu.  Bryndís vitnaði í Pasi Sahlberg, sem er finnskur prófessor við Harvardháskóla, en hann hefur bent á að samfélagið þarfnist fólks sem hugsar sjálfstætt og öðruvísi en fjöldinn.  Hann segir mikilvægt að rækta þessa eiginleika í kennslu, fjölbreytileiki er kostur og að forðast eigi að steypa öllum í sama mót.  Það er dýrmætt fyrir nemendur að stunda nám í skóla þar sem fjölbreytileikinn er rikjandi.  Nemendur kynnast einstaklingum  með mismunandi bakgrunn og markmið og þeir nýta sér ólíkar leiðir til að ná sínum markmiðum.

Bryndís sagðist vonast til að nemendur hefðu uppgötvað hæfileika sína, sköpunargáfu og ástríðu og öðlast færni til nýta sér þessa eiginleika sjálfum sér og samfélaginu til góðs.  Hún hvatti nemendur til að vera sjálfstæða í hugsun og nýta sér allar mögulegar leiðir til að ná settum markmiðum, en minnti jafnframt á að lífsgleði og bjartsýni er val.  Að lokum óskaði hún útskriftarnemum bjartrar framtíðar.

Brynhildur Ásgeirsdóttir og Daníel Freyr Swenson

Brynhildur Ásgeirsdóttir og Daníel Freyr Swenson nýstúdentar fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema ...

Sigríður Guðnadóttir ... og Sigríður Guðnadóttir grunnskólakennari og útskriftarnemi úr hagnýtri margmiðlun flutti ávarp fyrir hönd dreifnámsnema.

Rakel LúðvíksdóttirRakel Lúðvíksdóttir talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta.

Að endingu var skólanefnd, kennurum og öðru starfsfólki skólans þökkuð velunninn störf í vetur og skólanum var slitið í nítjánda sinn.

  Útskrift vor 2015Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri bíliðngreina afhendir prófskírteini.

Útskrift vor 2015Anton Már Gylfason kennslustjóri bóknáms afhendir prófskírteini.

Guðmundur ÞórhallssonGuðmundur Þórhallsson kennslustjóri sérnámsbrautar afhendir prófskírteini.

Útskrift vor 2015Kristján Ari Arason kennslustjóri listnámsbrautar afhendir prófskírteini og var komið á óvart um leið.

Útskrift vor 2015Þórkatla Þórisdóttir kennslustjóri þjónustubrauta afhendir prófskírteini.

Útskrift vor 2015Aðalsteinn Ómarsson kennslustjóri málmiðngreina afhendir prófskírteini.

Eins og fram hefur komið hlutu margir verðlaun.... Útskrift vor 2015

  Útskrift vor 2015

... en sumir fengu fleiri en aðrir. Brynhildur Ásgeirsdóttir

Útskrift vor 2015  Útskrift vor 2015

Nemendur sem luku stúdentsprófi og stunduðu nám á afreksíþróttasviði með Sveini Þorgeirssyni verkefnisstjóra og Höllu Karen Kristjánsdóttur íþróttakennara.  

Fleiri myndir frá útskriftarhátíð er hægt að sjá á facebook síðu skólans

Frétt Mbl um Brynhildi Ásgeirsdóttur .


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira