Útskriftarefni kveðja
Föstudaginn 6. maí dimiteruðu væntanlegir útskriftarnemar Borgarholtsskóla.Krakkarnir mættu um kl. 9:00 og var þeim boðið upp á morgunmat með starfsfólkinu.
Að því loknu söfnuðust allir saman í salnum þar sem starfsfólk skólans var kvatt og þakkað var fyrir samveruna. Nemendur færðu starfsfólki skólans gjafir sem voru sérstaklega valdar fyrir hvern og einn.
Að því loknu var farið í Skemmtigarðinn í Grafarvogi og þaðan verður svo stefnan tekin niður í miðbæ.
Fleiri myndir eru á facebook-síðu skólans