Útikennsla í góða veðrinu

28/8/2015

  • Úr tíma í uppeldisfræði haustönn 2015

Gríðarlega gott veður er búið að vera þessa vikuna og þá er ekki verra að færa kennsluna út fyrir skólastofuna. Ungmennin í uppeldisfræði 103 eru að læra hvernig á að vinna með hópefli í starfi með börnum, unglingum, ungmennum og fullorðnum. Þessa vikuna hafa þau verið í algjöru reynslunámi, þar sem þau reyna við hina ýmsu leiki og verkefni, bæði með það að markmiði að læra að nota þá og skilja, en jafnframt til þess að þeirra hópur verði starfandi heild sem getur unnið vel saman þetta haustmisseri. Á meðfylgjandi myndum sjást þau glíma við "ferðatöskuleikinn".  Nándin, traustið og gleðin skín af þeim og leystu þau verkefnið með prýði.

Úr tíma í uppeldisfræði haustönn 2015


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira