Úrslit í smásagnakeppni

29/11/2021 Bóknám

  • Nemendur og enskukennarar Borgó
  • Jón Valur Kristjánsson, Íris Þöll Hróbjartsdóttir, María Papazian, Hugrún Vigdís Hákonardóttir, Hulda Ólafía Sigurðardóttir og Óliver Strandberg.

Mánudaginn 29. nóvember veittu enskukennarar í Borgarholtsskóla sex nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í forkeppni smásagnasamkeppni á vegum FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni, sem hafði úr vöndu að ráða, enda þátttaka í keppninni mjög góð sem endranær.

Hlutskörpust í keppninni voru Íris Þöll Hróbjartsdóttir með söguna 2241, María Papazian með Dear World, Hugrún Vigdís Hákonardóttir með One World Lost, Jón Valur Kristjánsson með The Salvation for Self-Destruction, Hulda Ólafía Sigurðardóttir með Read It Before They Burn It og Óliver Strandberg með Maybe Rest a Little. Nemendurnir fengu í verðlaun veglegt smásagnasafn á ensku og klassískt breskt súkkulaði sem best er að borða eftir klukkan átta.

Kennarar enskudeildarinnar vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast til þess að nemandi frá Borgarholtsskóla vinni landskeppnina eins og síðast, en þá hlaut Sara Sóley Ómarsdóttir fyrstu verðlaun fyrir smásöguna A Time for Wonder og skaut þar með keppendum úr öllum öðrum framhaldsskólum landsins ref fyrir rass.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira