Úrslit í smásagnakeppni

7/12/2018

  • IMG_5303

FEKÍ – Félag enskukennara á Íslandi – stendur fyrir smásögukeppni á grunn- og framhaldsskólastigi ár hvert. Í hvert sinn er valið þema og í ár var það DANGER. Hver skóli getur sent frá sér þrjár sögur í keppnina. Sem fyrr tóku margir nemendur Borgarholtsskóla þátt í innanskólakeppninni og var ærið verkefni hjá enskukennrunum að lesa og velja úr þeim fjölmörgu sögum sem bárust. Sex sögur fengu viðurkenningu og verða þrjár þeirra sendar áfram í landskeppnina. Þær sögur sem hlutu viðurkenningu voru: The Fisherman eftir Jón Andra Ingólfsson, He Who is Without Sin eftir Lazar Dragojlovic, Desired Land eftir Arnþór Árna Logason, Reality eftir Heklu Brá Guðnadóttur, The Hatch eftir Oddgeir Aage Jensen og Unexpected Turn eftir Chonu Mae Ann Q. Resgonia. Þrjár síðastnefndu sögurnar taka þátt í lokakeppnina og verða úrslit kynnt í byrjun næsta árs. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira