Úrslit Gettu betur án áhorfenda
Föstudaginn 13. mars keppir lið Borgarholtsskóla til úrslita í Gettu betur. Að beiðni RÚV fer úrslitaviðureignin fram án áhorfenda. Skólastjórnendur Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík sýndu þessari beiðni fullan skilning og fer því viðureignin fram frá myndveri RÚV í Efstaleiti án áhorfenda.
Á meðfylgjandi mynd er lið Borgarholtsskóla sem er skipað þeim Fanneyju Ósk Einarsdóttur, Magnúsi Hrafni Einarssyni og Viktori Huga Jónssyni. Þjálfari liðsins er Daníel Óli Ólafsson.