Úrslit Gettu betur án áhorfenda

12/3/2020

  • Gettubetur2020

Föstudaginn 13. mars keppir lið Borgarholtsskóla til úrslita í Gettu betur. Að beiðni RÚV fer úrslitaviðureignin fram án áhorfenda. Skólastjórnendur Borgarholtsskóla og Menntaskólans í Reykjavík sýndu þessari beiðni fullan skilning og fer því viðureignin fram frá myndveri RÚV í Efstaleiti án áhorfenda.

Á  meðfylgjandi mynd er lið Borgarholtsskóla sem er skipað þeim Fanneyju Ósk Einarsdóttur, Magnúsi Hrafni Einarssyni og Viktori Huga Jónssyni. Þjálfari liðsins er Daníel Óli Ólafsson.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira