Uppskera

27/4/2017

  • Nemendur í líffræði
  • Nemendur í líffræði
  • Plontur
  • Tinna-og-jurt

Þessa dagana streyma nemendur með kryddjurtir af mörgum sortum út úr líffræðistofunni. Þar hefur verið komið upp búnaði, lömpum og sáningarbökkum, sem gera árangur sáningar betri en ella. Meðal þeirra jurta sem ræktaðar voru nú á vorönn voru chilipipar, basilika, timjan og oregano. Tókst ræktunin vel og tóku nemendur uppskeruna með sér heim. Munu þeir væntanlega hlúa vel að plöntunum og njóta ávaxta þeirra áfram. Gunnlaugur B. Ólafsson, líffræðikennari, leiddi nemendur í gegn um sáninguna og umhirðu plantnanna.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira