Upplestur

16/11/2017

  • Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  • Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  • Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  • Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  • Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017
  • Jónas Reynir Gunnarsson les upp á degi íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er í dag og í tilefni hans bauð Borgarbókasafnið í Spöng, í samvinnu við Borgarholtsskóla, rithöfundinum Jónasi Reyni Gunnarssyni í heimsókn. Nemendum  skólans var boðið að koma og hlýða á Jónas Reyni lesa úr verkum sínum.

Jónas Reynir gaf á þessu ári út þrjár bækur, skáldsöguna Millilending og ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíuskip, en sú síðasttalda hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira