Upphaf vorannar 2021
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi í framhaldsskólum vegna farsóttar tók gildi 1. janúar 2021 en hún gerir okkur kleift að kenna alla áfanga skólans í staðnámi. Vorönn hefst miðvikudaginn 6. janúar en þá mæta nemendur í staðnám samkvæmt stundaskrá.
Eftirfarandi reglur gilda í skólanum ef ekki kemur til hertra sóttvarnaraðgerða:
- Grímuskylda er í skólanum en hver og einn skal huga sérstaklega vel að persónulegum sóttvörnum.
- 30 manns mega vera í hverju rými á hverjum tíma.
- Blöndum nemenda á milli hópa er heimil í kennslu.
- Óheimilt er að hópast saman á göngum skólans og í anddyri.
- Bókasafnið er opið fyrir nemendur en þar mega eingöngu vera 30 manns að hámarki hverju sinni.
- Mötuneyti verður opið en matsalurinn verður tvískiptur þ.e. 30 manns geta verið í hvorum hluta.
- Nemendum verður einnig heimilt að matast í almennum kennslustofum.
Þessar upplýsingar eru gefnar með tilliti til þess að faraldurinn verði áfram í lágmarki og ekki komi til hertra aðgerða.