Upphaf vorannar 2020
Dagskóli
Kennsla hefst þriðjudaginn 7. janúar samkvæmt stundatöflu.
Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar mánudaginn 6. janúar. Frá kl. 13.00 þann dag hafa þeir sem sjá fram á brautskráningu í maí forgang í töflubreytingar. Mikilvægt er að þeir komi við hjá áfangastjóra eða sviðstjórum viðkomandi brauta til þess að fara yfir feril sinn.
Aðrir nemendur en útskriftarefni senda inn beiðnir um töflubreytingar rafrænt í gegn um Innu. Sjá leiðbeiningar um rafrænar töflubreytingar .
Upplýsingar um námsgögn má sjá á Innu þegar stundatöflur hafa verið opnaðar.
Dreifnám
Kennsla í dreifnámi hefst föstudaginn 10. janúar.