Upphaf haustannar og töflubreytingar

11/8/2021

  • Hátíðamynd

Kennsla á haustönn 2021 hefst miðvikudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu. Gert er ráð fyrir að um staðnám verði að ræða en það ræðst að sjálfsögðu af þróun mála varðandi varnir gegn Covid-faraldrinum. Eru nemendur beðnir að fylgjast með tilkynningum á vef skólans og/eða tölvupósti frá skólastjórnendum.

Stundatöflur nemenda verða birtar mánudaginn 16. ágúst kl. 12.00. Frá kl. 14.00 til 16.00 þann dag og frá 10.00 til 14.00 þann 17. ágúst hafa þeir sem sjá fram á að brautskrást í desember forgang í töflubreytingar. Mikilvægt er að þeir komi við hjá áfangastjórum eða sviðstjórum viðkomandi brauta til þess að fara yfir námsferil sinn.

Aðrir nemendur en útskriftarefni senda inn beiðnir um töflubreytingar rafrænt í gegn um www.inna.is og verða þær afgreiddar svo fljótt sem auðið verður.

Leiðbeiningar um rafrænar töflubreytingar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira