Upphaf haustannar
Nú er lokið innritun nýnema vegna haustannar 2016. Alls munu 350 nýnemar hefja nám í dagskóla og 70 nýnemar í dreifnámi. Aðsóknin að skólanum er mikil og er þetta nokkur aukning frá fyrra ári.
Hægt verður að skoða stundaskrár og bókalista á Innu.is mánudaginn 15. ágúst.
Þann sama dag er stundatöfluafhending í lotum bíliðngreina kl. 11:00 - 13:00.
Kynning fyrir nýnema (fædda 2000 eða síðar) og forráðamenn þeirra verður á sal skólans miðvikudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Kynning fyrir nýnema þjónustubrautar í dreifnámi verður í fyrirlestrarsal skólans fimmtudaginn 25. ágúst kl. 17:30.
Bókalisti þjónustubrautar í dreifnámi.
Kennsla hefst fimmtudaginn 18. ágúst samkvæmt stundatöflu.