Uppgerður lögreglubíll

4/11/2021 Bíliðngreinar

  • Guðmundur og Ólafur fyrir framan bílinn
  • Lögreglubíllinn tilbúinn

Í byrjun árs tóku kennarar og nemendur bíltæknibrauta Borgarholtsskóla að sér að gera upp gamlan lögreglubíl fyrir Lögregluminjasafnið. Um er að ræða Ford Econline 350 sem kemur frá Vestmannaeyjum en þar var hann í notkun í þrjátíu ár. Markmið verkefnisins var að bíllinn kæmist í upprunalegt horf og að nemendur hlytu þjálfun í að takast á við raunveruleg verkefni. 

Nemendur í bifreiðasmíði og bílamálun unnu við bílinn. Nemendur þurftu að klippa burt ryð, smíða ný stykki, sjóða, pússa, sprauta og fleira. Í lok október var svo bíllinn tilbúinn tilbúinn til afhendingar. Ólafur Gunnar Pétursson, kennari í bifreiðasmíði, afhenti Guðmundi Fylkissyni bílinn og var sá síðarnefndi afar ánægður með hversu vel tókst til með verkið. 

Á myndunum má sjá að merkingar bílsins eru ólíkar merkingum lögreglubíla í dag en ákveðið var að hafa merkingar bílsins eins og venja var á þeim tíma sem hann var í notkun.   

Facebook-síða Lögregluminjasafnsins.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira