Uppbrotsdagur á afrekinu
Fimmtudaginn 12. maí var uppbrotsdagur á afrekinu.
Nemendur á 1. og 2. ári fengu að velja um fimleika eða skauta í frjálsum tíma. Þeim nemendum var boðið upp á hressingu frá Matfangi eftir skemmtunina í Egilshöll. Nemendur sjálfir voru hugmyndasmiðir að þessu fyrirkomulagi.
Nemendur á 3. ári fóru í heimsókn í Háskólann í Reykjavík og fengu að sitja tíma í þjálffræði hjá nemendum á 1. ári í íþróttafræði. Nemendur voru Borgarholtsskóla til sóma og komu með góðar spurningar til háskólanemanna. Afreksnemendurnir fengu einnig að skoða aðstöðuna,fara í sjósund og hanga í borðtennis. Rúsínan í pylsuendanum var svo hamborgarinn sem borðaður var á Nauthól sem var eins konar lokahnykkur á veru þeirra í afrekinu.