Uppbrot á félagsvirkni- og uppeldissviði

15/10/2021 Félagsvirkni– og uppeldissvið

  • Nemendur á félagsvirkni- og uppeldissviði
  • Nemendur að njóta blíðunnar
  • Nemendur í göngu
  • Nemendur í pizza partýi
  • Nemendur spila borðspil

Í vikunni var uppbrot hjá félagsvirkni- og uppeldissviði. Á þriðjudag var boðið upp á bandvefslosun með rúllum og teygjum. Sigrún frá Happy hips sá um að leiðbeina nemendum. Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liðamóta með jóga stöðum og losun á spennu í bandvef. 

Á fimmtudag fóru nemendur ásamt kennurum í göngu upp á Úlfarsfell í eins góðu veðri og dagur í október getur boðið upp á. Á toppnum fengu allir súkkulaði og nutu útsýnisins. Eftir göngu hittust nemendur og kennarar í skólanum, borðuðu pizzu saman, spiluðu og spjölluðu. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira