Ungverjar í heimsókn

25/4/2016

  • Gestir frá Ungverjalandi
  • Gestir frá Ungverjalandi
  • Gestir frá Ungverjalandi
  • Gestir frá Ungverjalandi
  • Gestir frá Ungverjalandi

Ýmsir frammámenn tengdir ungverskum stál- og bíliðnaði heimsóttu skólann nýverið. Var tilgangurinn að fræðast um það hvernig staðið er að iðn- og starfsmenntun á Íslandi.

Um er að ræða hóp fólks sem kemur vítt og breitt úr geiranum og tengist iðn- og starfsnámi með ýmsum hætti m.a. forsvarsfólk iðnfyrirtækja, fólk í forsvari fyrir skóla sem bjóða iðn- og starfsmenntun og fólk sem starfar á svæðisskrifstofum stjórnvalda sem tengjast málaflokknum.

Að loknum fundi með skólameistara og fleiri stjórnendum var gestunum boðið í skoðunarferð um skólann. Gerðu þeir að umtalsefni hve góður andi ríkti í skólanum og hversu áreynslulaus samskipti nemenda og kennara væru. Ánægjulegt hve oft við fáum að heyra hrósyrði af þessu tagi af vörum þeirra gesta sem heimsækja okkur hér í Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira