Ungir umhverfissinnar í heimsókn

15/11/2021

  • Ungir umhvefissinnar með fræðslu.

Á dögunum heimsóttu Ungir umhverfissinnar skólann og héldu fyrirlestur um starfsemi sína. Þeir rannsaka marga þætti umhverfismála og beita sér fyrir bættri umgengni við auðlindir jarðar. Fyrir síðustu alþingiskosningar þróuðu samtökin mælikvarða sem kallaður er Sólin og gáfu stjórnmálaflokkunum sólir eftir því hve vel eða illa stefnuskrár þeirra tóku á umhverfismálum.

Um 60 nemendur nutu góðs af fræðslunni og þekkja nú betur hvernig þeir geta látið til sín taka í umhverfismálum, meðal jafningja og í einkalífi sínu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira