Umhverfisdagur
Þann 1. nóvember var athygli vakin á umhverfismálum í Borgarholtsskóla.
Kennarar voru hvattir til að taka hluta af kennslustund til að spjalla við nemendur um flokkun úrgangs og fara svo og tína rusl, annað hvort innandyra eða á skólalóðinni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í kennslustund hjá Martynu enskukennara. Þar fór kennslan fram á ensku en fræðslan var um flokkun rusls. Krakkarnir brugðu sér út fyrir kennslustofuna og sóttu rusl sem þau fundu og í framhaldinu var það flokkað í rétta ruslapoka.