Tveir Íslandsmeistarar
Tveir nemendur af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla urðu Íslandsmeistarar í sínum greinum helgina 3.-4. mars.Íslandsmótið í borðtennis fór fram í TBR húsinu. Magnús Gauti Úlfarsson sigraði í einliðaleik karla. Magnús Gauti er í BH.
Íslandmót unglinga í keilu fór einnig fram um helgina. Steindór Máni Björnsson varð efstur í opnum flokki pilta. Steindór er í ÍR.
Nýbökuðum Íslandsmeisturum er óskað innilega til hamingju með frábæran árangur.