Tónleikar í Borgum
Nemendur í SÖN2A05 enduðu áfanga sinn á því að halda tónleika í Borgum síðastliðinn mánudag.
Þema tónleikanna var ástin en nemendur ákváðu í samráði við kennara að stelpur sungu lög samin fyrir karlmenn og öfugt. Tónleikarnir lukkuðust vel.
Hópurinn var einnig fengin til að syngja á jólahlaðborði í Borgum við góðar undirtektir og var hópurinn leystur út með gjöfum frá þeim sem hlýddu á.
Kennari hópsins er Hreindís Ylfa Garðarsdóttir Hólm og undirleikari hópsins var: Sara Mjöll Magnúsdóttir