Tónleikar fyrir eldri borgara
Sönghópur Borgarholtsskóla hélt í gær, miðvikudaginn 11. maí, tónleika fyrir fólk í félagstarfi eldri borgara í Borgum. Þau sungu sex lög fyrir viðstadda, bæði íslensk og erlend.
Mikil ánægja var með tónleikana og var vel mætt. Eftir tónleikana var nemendum boðið upp á síðdegiskaffi í Borgum.