Töflubreytingar

4/1/2021

  • Gafl Borgarholtsskóla

Kennsla á vorönn 2021 hefst miðvikudaginn 6. janúar samkvæmt stundatöflu.

Stundatöflur hafa verið birtar. Nemendur sem ætla að útskrifast í vor hafa forgang í töflubreytingar og þurfa þeir að hafa samband við sinn sviðstjóra ef þeir eru ekki skráðir til útskriftar eða ef nauðsynlega áfanga vantar í stundatöflu – sjá netföng hér fyrir neðan. Því miður er ekki hægt að koma við á skrifstofum þeirra vegna sóttvarnarráðstafana og því þurfa öll samskipti að fara fram í gegnum tölvupóst eða síma.

Töflubreytingaróskum annarra en útskriftarefna verður sinnt þegar forgangsóskir hafa verið afgreiddar. Vonumst við til þess að geta lokið þeirri vinnu að mestu fyrir næstkomandi helgi.

Aðrir nemendur en útskriftarefni senda inn beiðnir um töflubreytingar rafrænt í gegn um www.inna.is. Nýnemar sem koma beint úr grunnskóla geta ekki óskað eftir töflubreytingum.

Leiðbeiningar um rafrænar töflubreytingar


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira