Tilkynning vegna Covid-19 kórónaveirunnar

2/3/2020

  • Dregið úr hættu á Covid 19 kórónusmiti - mynd frá Landlækni

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar er mikilvægt að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is en þar er einnig búið að taka saman kynningarefni sérstaklega ætlað börnum og ungmennum

Fleiri góðar og handhægar upplýsingar eru á vef Landlæknisembættisins og þar eru einnig að finna fréttir og tilkynningar á ensku .

Nemendum með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni.

Aðgerðir Borgarholtsskóla miða að því að koma í veg fyrir að smit berist á milli einstaklinga og því er mikilvægt að allir hugi að hreinlæti og góðum handþvotti. Greiður aðgangur er að spritti til sótthreinsunar í skólanum. Ræstingar verða með meiri þunga á sótthreinsun snertiflata eins og hurðahúna, slökkvara og handriða.

Það er mikilvægt að nemendur haldi sig heima séu þeir með flensueinkenni og afar brýnt að skólanum sé tilkynnt þegar í stað ef um COVID-19 veiki er að ræða. Að öðru leyti eru veikindatilkynningar með sama hætti og venjulega.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar.

Í annarri kennslustund, þriðjudaginn 3. mars munu kennarar ræða við nemendur um COVID-19 veiruna, smitleiðir, varnir gegn smiti og hvað sé hægt að gera til að minnka hættuna á að veikjast og að smita aðra.

Borgarholtsskóli mun senda út tilkynningar til nemenda og forráðamanna eins oft og þurfa þykir og ef breytingar verða á skólastarfi vegna COVID-19 og birta á vef skólans

Meðfylgjandi mynd var fengin af facebook síðu Embættis landlæknis.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira