Tilboð á hádegismat

27/10/2021

  • Skólinn

Samið hefur verið við Matfang, sem sér um mötuneyti Borgarholtsskóla, að bjóða nemendum upp á tilboð á klippikortum fyrir hádegismat. Tilboðið gildir fyrir alla nemendur skólans. Boðið er upp á heitan mat í hádeginu alla daga vikunnar og hver miði af kortinu gildir sem ein máltíð. 

Tilboðið hljóðar upp á að hver máltíð muni kosta 900.- kr en í boði er að kaupa tuttugu eða þrjátíu skipta kort. Hægt er að skrá sig í tilboðið og sendur verður greiðsluseðill í heimabanka. Skráningu lýkur í hádeginu föstudaginn 29. október. Einnig verður hægt að kaupa tilboðið í mötuneytinu í nóvember. 

Fjölmargar góðar ástæður eru fyrir því að boðið er upp á þetta tilboð fyrir nemendur. Þetta er frábær næring fyrir skóladaginn en einnig fyrir endurheimt og æfingar dagsins hjá íþróttafólki. Þetta sparar tíma þar sem ekki þarf að fara út úr skólanum í hádeginu og hægt að sitja með vinum sínum í matsal skólans. Þetta er ódýr valkostur og sparar nemendum valkvíða yfir hádegismatnum auk þess að líklegra er að hægt verði að bjóða svipuð tilboð áfram ef þátttaka er góð. 

Miðvikudaginn 27. október verður boðið upp á tvo fyrirlestra um mikilvægi góðrar næringar í skólanum. 

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira