Þýskuþraut og Þýskalandsfarar

25/5/2019

  • Hópur nemenda með sendiherranum
  • Harpa Karen ásamt sendiherranum
  • Þýskuþraut

Árleg keppni nemenda framhaldsskólanna, Þýskuþrautin, fór fram nú á dögunum. Þáttakendur leysa verkefni í hlustun, lestri, málnotkun og ritun. Tuttugu efstu er síðan boðið í móttöku, þar sem sendiherra Þýskalands veitir verðlaun og viðurkenningarskjal.

Að þessu sinni tóku um 70 nemendur frá 10 skólum þátt, þar á meðal fimm nemendur úr Borgarholtsskóla. Allir stóðu þeir sig vel og þrír komust á topp 20 listann. Þetta eru þau Hilmir Hrafnsson (6. sæti), Harpa Karen Gunnlaugsdóttir (13. sæti) og Einar Magnús Hjaltason (20. sæti).

Tveir þessara nemenda, þeir Hilmir og Einar, fara í sumar á þriggja vikna þýskunámskeið í Þýskalandi þeim að kostnaðarlausu. Þetta er í 10. skiptið sem Borgarholtsskóli sendir nemendur á þessi námskeið og er hluti af PASCH verkefninu. PASCH verkefnið var stofnað af þýska utanríkisráðuneytinu árið 2008 til að styðja við þýskunám og –kennslu en skólinn hefur tekið þátt frá 2009 og er Goethe Institut í Kaupmannahöfn  samstarfsaðili skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira