Þýskuþraut

5/4/2017

  • Guðrún María Gunnarsdóttir stóð sig vel í þýskuþraut

 Í febrúar fór fram hin árlega þýskuþraut framhaldsskólanema. Þrautin er í því fólgin að nemendur leysa alls kyns verkefni á þýsku, svo sem hlustun, lesskilning, málnotkun, ritun og Landeskunde. Að þessu sinni tóku 72 nemendur frá átta framhaldsskólum þátt í þrautinni. Þessir skólar eru BHS, FVA, Kvennó, MA, MH, MR, MS og VÍ.

Guðrún María Gunnarsdóttir sem stundar nám á listnámsbraut tók þátt í keppninni fyrir hönd BHS. Er óhætt að segja að Guðrún María hafi staðið sig með stakri prýði en hún lauk keppni í  7. til 8. sæti. Tuttugu efstu þátttakendurnir fá sérstaka viðurkenningu sem veitt verður í móttöku í sendiherrabústaðnum nú í apríl.

Við óskum Guðrúnu Maríu hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira