Þverfaglegur ratleikur

25/5/2019

  • Siggi og Eva leiða Sigurborgu
  • Þátttakendur að leita að vísbendingum
  • Eva kampakát enda komin með vísbendingu. Jochen fylgist með

Þó kennslu sé lokið þessa önnina, þá veitir ekki af að byrja að huga að þeirri næstu.

Jochen aðstoðarkennari í þýsku bjó til ratleik í næsta nágrenni skólans sem tók á ýmsum þáttum auk þýskunnar. Teymið sem tók þátt og prufukeyrði ratleikinn var þverfaglegt, Eva úr frönskunni, Sigurður úr íþróttunum og Sigurborg úr þýskunni. Styðjast þurfti  við GPS staðsetningar til að finna staðina, þar sem upplýsingar voru geymdar. Það gekk ekki alltaf þrautalaust en hafðist þó. Einnig þurfti að leysa margs konar verkefni tengd Þýskalandi og Evrópu og í lok hvers verkefnis voru ýmis hreyfiverkefni sem reyndu á samhæfingu og samvinnu en ekki síst traust eins og þegar leiða þurfti einn sem var með lokuð augun og gæta þess að koma honum heilum á næsta GPS stað.

Kennararnir skemmtu sér vel og hlógu sig máttlausa, auk þess sem það var kærkomið að vera úti  og brjóta þannig upp rútínuna.

Ratleikurinn reyndist afar vel og verður hann kannski í námsáætlunum næsta skólaárs.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira