"Þú ert fyrirmyndin mín"

8/3/2019

 • Vigdís Finnbogadóttir
 • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir
 • Þorsteinn V. Einarsson
 • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
 • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
 • Magnea Hansdóttir, Ársæll Guðmundsson, Vigdís Finnbogadóttir og Kristín Birna Jónasdóttir
 • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
 • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
 • Erna frá Ernulandi

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í Borgarholtsskóla í dag, föstudaginn 8. mars,  undir yfirskriftinni: "Brjótum kynjareglur".

Þorsteinn V. Einarsson stofnandi @karlmennskan kom og talaði um mikilvægi þess að strákar séu femínistar.

Kl. 11:25-12.20 var hefðbundin kennsla felld niður en í staðinn var boðið upp á fjölbreyttar málstofur. Eftirfarandi málstofur voru í boði:

 • Erna frá Ernulandi ræddi um jákvæða líkamsímynd og mikilvægi þess að allir hugsi um eigin líkama á jákvæðan hátt og elski sjálfan sig.
 • Kynið - Femínista pub quiz.
 • Kynið - Konur i þungarokki. Myndbönd og umræður.
 • Kynið - Veggspjaldasmiðja. Þátttakendur völdu málefni sem varða jafnrétti og bjuggu til plaköt.
 • #sjúkást - Fræðsla um mörk óheilbrigðra og heilbrigðra samskipta í kynlífi ungs fólks með það að markmiði að unglingar þekki einkenni ofbeldis í nánum samböndum.
 • Myndin Konur á rauðum sokkum - heimildamynd um íslenska femínista á 8. áratug síðustu aldar.
 • Femínistafélag Borgarholtsskóla var með leik þar sem tilgangurinn er að þátttakendur myndi sér skoðanir á jafnréttismálum.
 • Myndin The Bystander Moment - glæný bandarísk heimildamynd um nauðgunarmenningu.

Hápunktur hátíðarinnar var heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur sem kom og ávarpaði nemendur og starfsfólk. Vigdís er frumkvöðull og fyrirmynd sem nýtur virðingar allra óháð aldri og kyni.

Lokaatriðið var tónlistaratriði þar sem söngkonan GDRN kom fram og söng tvö lög.

Dagskráin á þessum jafnréttisdegi tókst einstaklega vel og eru jafnréttisnefndinni færðar þakkir fyrir að hafa skipulagt hana og þannig vonandi vakið einhverja einstaklinga til vitundar um jafnrétti.

Fleiri myndir frá deginum er hægt að sjá á facebook síðu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira