Þróunardagur

6/3/2020

  • Iðngreinakennarar á þróunardegi
  • Sandra Hlín Guðmundsdóttir
  • Iðngreinakennarar á þróunardegi
  • Iðngreinakennarar á þróunardegi

Föstudagurinn 6. mars var helgaður þróun í 14 framhaldsskólum. Dagurinn var hugsaður fyrir kennarahópa til að hittast, hlusta á fræðsluerindi og miðla efni sín á milli. Skipt var í hópa eftir kennslugreinum og starfsvettvangi.

Hér í Borgarholtsskóla hittust u.þ.b. 100 iðngreinakennarar. Fyrir hádegi var skólinn skoðaður og hlýtt á fræðsluerindi. Eftir hádegi var hópnum skipt í málstofur.

Slíkir dagar eru mikilvægir í skólastarfinu til að gefa starfsfólki tækifæri til að ræða sín hagsmunamál og hugðarefni. Lýstu margir því yfir að vel hefði til tekist og vonuðust til að viðburðurinn yrði endurtekinn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Sandra Hlín Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi kynnti niðurstöður úr MA ritgerð sinni sem hefur yfirskriftina:  „Ég er bara ég á mínum eigin forsendum.“ Óhefðbundið starfsval kvenna: stuðningur og starfsfræðsla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira