Þórey og Sandra að standa sig vel

15/11/2016

  • Þórey Ísafold Magnúsdóttir
  • Sandra Sif Gunnarsdóttir

Erlingsmótið var haldið helgina 5. og 6. nóvember.  Mótið er haldið af ÍFR til minningar um Erling Þráinn Jóhannsson sem var frumkvöðull í þjálfun fatlaðra íþróttamanna en hann lést um aldur fram 2010.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir nemandi á sérnámsbraut náði þeim merka áfanga að setja Íslandsmet  í 50 metra bringusundi í 25 metra laug og vann að auki til annarra verðlauna. 

Sandra Sif Gunnarsdóttir nemandi á listnámsbraut keppti um Erlingsbikarinn en þá keppa fatlaðir og ófatlaðir saman í bringusundi. Sundmönnum er raðað inn eftir tímum sem þeir eiga í sundinu.  Sá sem á versta tímann er ræstur fyrstur og svo koll af kolli og eiga þau að koma í mark á svipuðum tíma. Sandra kom fyrst í mark og uppskar Erlingsbikarinn.

Íþróttastúlkunum er óskað til hamingju með frábæran árangur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira