Þórey afrekskona í sundi
Íþróttasamband fatlaðra sendi nokkra einstaklinga á Norðurlandamótið í sundi sem fram fór í Finnlandi nú á dögunum.
Þórey Ísafold Magnúsdóttir nemandi í Borgarholtsskóla var ein af þeim. Þórey Ísafold stóð sig með afbrigðum vel en hún hreppti silfur í 100 m bringusundi, hún synti á tímanum 1:26.22 mín. Jafnframt fékk hún bronsverðlaun fyrir 100 m flugsund, en þar synti hún á tímanum 1:21.26 mín. Þórey Ísafold keppir í flokki S14.
Þóreyju Ísafold er óskað innilega til hamingju með þennan árangur.
Meðfylgjandi myndir eru fengnar af facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra.