Þórey afrekskona í sundi

14/12/2018

  • Þórey Ísafold Magnúsdóttir
  • Þórey Ísafold á fleygiferð í flugsundi

Íþróttasamband fatlaðra sendi nokkra einstaklinga á Norðurlandamótið í sundi sem fram fór í Finnlandi nú á dögunum.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir nemandi í Borgarholtsskóla var ein af þeim.  Þórey Ísafold stóð sig með afbrigðum vel en hún hreppti silfur í 100 m bringusundi, hún synti á tímanum 1:26.22 mín. Jafnframt fékk hún bronsverðlaun fyrir 100 m flugsund, en þar synti hún á tímanum 1:21.26 mín. Þórey Ísafold keppir í flokki S14.

Þóreyju Ísafold er óskað innilega til hamingju með þennan árangur.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af facebook síðu Íþróttasambands fatlaðra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira