Þórður Jökull Íslandsmeistari
Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna hefði átt að fara fram í mars síðastliðnum en var frestað. Það fór því fram í Fylkishöllinni sunnudaginn 4. október 2020.
Þórður Jökull Henrysson nemandi á afreksíþróttasviði og náttúrufræðibraut gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki karla. Þórður Jökull keppir fyrir Aftureldingu.
Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Aftureldingar og með Þórði Jökli er íslandsmeistari kvenna Freyja Stígsdóttir, Þórshamri.