Þórður Jökull Íslandsmeistari

5/10/2020 Afrekið

  • Þórður Jökull og Freyja nýkrýndir Íslandsmeistarar

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna hefði átt að fara fram í mars síðastliðnum en var frestað. Það fór því fram í Fylkishöllinni sunnudaginn  4. október 2020. 

Þórður Jökull Henrysson  nemandi á afreksíþróttasviði og náttúrufræðibraut gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki karla. Þórður Jökull keppir fyrir Aftureldingu.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Aftureldingar og með Þórði Jökli er íslandsmeistari kvenna Freyja Stígsdóttir, Þórshamri.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira