Þjálfun í umferli

8/12/2017

  • Kennsla á félagsvirkni- og uppeldissviði í desember 2017
  • Kennsla á félagsvirkni- og uppeldissviði í desember 2017
  • Kennsla á félagsvirkni- og uppeldissviði í desember 2017
  • Kennsla á félagsvirkni- og uppeldissviði í desember 2017

Föstudaginn 8. desember var Vala Jóna Garðarsdóttir umferliþjálfi með kynningu fyrir nemendur í fötlunarfræði á félagsvirkni- og uppeldissviði.

Fór Vala Jóna yfir umferli, athafnir daglegs lífs og almenna umgengni við blinda og sjónskerta.

Með orðinu umferli er, samkvæmt vef  Þjónustu- og þekkingarmiðstöðar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, átt við að komast leiðar sinnar á öruggan hátt, hvort heldur sem er innandyra eða utan.

Almenn ánægja var með fræðsluna og þótti nemendum gaman að fá að taka æfingu í að skerpa skilninginn, bæði á hlutverki þess blinda og aðstoðarmannsins.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira